Aldís býr í litskrúðugu og skemmtilegu heimili í Noregi Guðný Hrönn skrifar 24. ágúst 2017 11:45 Innblásturinn kemur úr öllum áttum að sögn Aldísar og húsgögn og stofustáss kaupir hún víða. Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“ Hús og heimili Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“
Hús og heimili Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira