NBA-stjarna hrósaði Tryggva eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 09:00 Jonas Valanciunas og Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Samsett/Getty og Eyþór Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum