Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu.
„Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá.
Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.

Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis.
Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára.
Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.
Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR
— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017