Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 05:00 Kvartanir frá íbúum vegna mengunar frá verksmiðjunni skipta hundruðum síðustu misserin. vísir/vilhelm Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira