Sundurlimaða líkið af Kim Wall Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 06:02 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20