Íslenski boltinn

Jón Þór: Kom mér á óvart að Gulli skildi hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson hefur aðstoðað Gunnlaug Jónsson með lið ÍA síðustu ár en er nú orðinn aðalþjálfari liðsins í kjölfar þess að Gunnlaugur hætti í gær.

„Það kom mér mjög á óvart. Það var ekkert í spilunum að hann ætlaði að hætta. Við höfum verið 100 prósent á undanförnum vikum að undirbúa liðið og einbeittir að okkar verkefnum. Hlutirnir gerðust hratt í gær og það þurfti að bregðast hratt við,“ segir Jón Þór við íþróttadeild.

Þeir eru ekki margir sem hafa trú á því að ÍA geti bjargað sér en Jón Þór hefur ekki gefist upp.

„Ég hef fulla trú á þessum mannskap. Við höfum sýnt að það er allt til staðar. Við höfum spilað flotta leiki gegn sterkum liðum en okkur gengur illa að klára dæmið og vinna leikina. Ég er sannfærður um að liðið mun sýna hvað í því býr. Það býr mikill karakter í þessu liði.“

Þó svo liðið falli getur Jón hugsað sér að halda áfram með liðið en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×