Síðasti Viperinn af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2017 15:00 Dodge Viper. Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent