Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 07:00 Andri Rúnar Bjarnason. Vísir/Stefán Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira