Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 07:00 Andri Rúnar Bjarnason. Vísir/Stefán Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira