Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 07:00 Andri Rúnar Bjarnason. Vísir/Stefán Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira