Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Brann þegar liðið sótti Viking heim í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Leiknum lauk með 2-4 sigri Brann sem fara með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með 34. stig.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Start í norsku 1. deildinni.
Kristján Flóki kom inn á 60. mínútu fyrir Thomas Zernichow og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 81. mínútu og tryggði Start 2-2 jafntefli geng Tromsdalen.
Guðmundur Kristjánsson var ónotaður varamaður fyrir Start.
Start er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig og stefnir upp í úrvalsdeildina.
