Íslenski boltinn

Fylkir felldi Hauka | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/eyþór
Fylkir hélt lífi í vonum sínum um að halda sæti sínu í Pepsi-deild kvenna með 1-2 sigri á Haukum í uppgjöri botnliðanna í kvöld.

Haukar eru hins vegar fallnir en þeir hafa aðeins fengið eitt stig í 15 deildarleikjum í sumar.

Marjani Hing-Glover kom Haukum yfir á 59. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Kaitlyn Johnson metin fyrir Fylki. Hún hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum fyrir Árbæjarliðið.

Maruschka Waldus skoraði svo sigurmark Fylkis tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skallaði hornspyrnu Berglindar Rósar Ágústsdóttur í netið. Lokatölur 1-2, Fylki í vil en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar.

Fylkir er nú með átta stig í 9. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir KR sem er í 8. sætinu. Þessi lið mætast einmitt í næstu umferð þar sem Fylkiskonur verða einfaldlega að vinna.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Úlfur: Stoltur af Valsliðinu í dag

„Ég er mjög sáttur að koma hingað á Grindavíkurvöll og spila mjög flottan fótboltaleik. Mér fannst við gera allt rétt í dag, höldum hreinu og skorum þrjú góð mörk,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Valskvenna eftir öruggan sigur gegn Grindavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×