Menga eins og milljón bílar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel. Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel.
Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent