Árangurinn þýðir að Ólafía er svo gott sem örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári en hún er nú komin upp í 67. sæti peningalistans en 100 efstu kylfingarnir endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni.
Sjá einnig: Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst
Ólafía var í 106. sæti peningalistans fyrir mótið í Indiana um helgina og hoppaði því upp um 39 sæti með árangri sínum á móti helgarinnar.

Sjá einnig: Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið
Ólafía fékk 103 þúsund dollara fyrir árangurinn í dag en var áður búin að fá samtals 72 þúsund dollara. Hún hefur því aflað alls 175 þúsund dollara á tímabilinu, jafnvirði 18,5 milljóna króna.
Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils.
Ólafía Þórunn mun nú halda með fullt sjálfstraust inn í Evian Championship mótið sem hefst í næstu viku en það er síðasta risamót ársins. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur risamótum til þessa.