„Við missum bara einbeitingu í eitt augnablik og leikmaður þeirra sleppur upp í hornið og nær góðri fyrirgjöf sem endar með jöfnunarmarki,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem tapaði fyrir ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn og vann ÍBV 3-2.
„Við vorum ekki alveg nægilega góðar í kvöld og eigum að getað spilað betur en þetta.“
ÍBV skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik framlengingarinnar. Það var Sigríður Lára Sigurlásdóttir sem gerði markið.
„Ég sá þennan vítaspyrnudóm ekki nægilega vel en það var brotið á mínum leikmanni hér á hliðarlínunni rétt áður og þar átti að dæma aukaspyrnu.“
Ólafur segist vera mjög ósáttur með þessi úrslit.
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik en í þessum leikjum viljum við vera og því verðum við að geta tekið þessu.“
Ólafur: Brotið á mínum leikmanni rétt fyrir vítaspyrnudóminn

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Sigríður Lára tryggði Eyjakonum bikarinn - Sjáðu mörkin
ÍBV vann dramatískan 2-3 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna.

Sjáðu mörkin er ÍBV varð bikarmeistari í annað skiptið | Myndband
Eyjakonur urðu bikarmeistarar í knattspyrnu í annað skiptið í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í Laugardalnum í dag en það var Sigríður Lára Garðarsdóttir sem tryggði ÍBV titilinn með vítaspyrnu í framlengingu.