HK vann góðan 2-0 sigur á Þórsurum frá Akureyri í lokaleik 20. umferðar Inkasso-deildarinnar en með sigrinum komst HK upp fyrir Hauka sem fengu stóran skell fyrr í dag.
Viktor Benediktsson kom HK yfir með þriðja marki sínu í sumar og var staðan 1-0 fyrir HK í hálfleik á heimavelli.
Var staðan sú sama allt þar til að Bjarni Gunnarsson bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma en hann var tekinn af velli stuttu síðar.
HK er því í 4. sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, ásamt Þrótti sex stigum á eftir Fylki þegar tvær umferðir eru eftir en Fylkismenn eru einnig með mun betri markatölu.
