Eiður Smári hættur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 22:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38