Real missteig sig óvænt á heimavelli 9. september 2017 13:00 Leikmenn Levante gerðu allt til að verja stigið. vísir/getty Spænsku meistararnir í Real Madrid misstigu sig á heimavelli gegn Levante í 1-1 jafntefli í dag en þetta var annað jafntefli Real Madrid á heimavelli í röð. Ivi kom gestunum nokkuð óvænt yfir á 12. mínútu en Lucas jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan því 1-1 í hálfleik. Madrídingar sem léku án Cristiano Ronaldo reyndu hvað þeir gátu að bæta við marki í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekkert. Mátti sjá pirring hjá heimamönnum og fékk Marcelo beint rautt stuttu fyrir leikslok. Hefur Real því tapað stigum í tveimur heimaleikjum í röð og gætu þeir missti Börsunga fjórum stigum fram úr sér þegar þeir leika gegn nágrönnum sínum í Espanyol í kvöld. Spænski boltinn
Spænsku meistararnir í Real Madrid misstigu sig á heimavelli gegn Levante í 1-1 jafntefli í dag en þetta var annað jafntefli Real Madrid á heimavelli í röð. Ivi kom gestunum nokkuð óvænt yfir á 12. mínútu en Lucas jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan því 1-1 í hálfleik. Madrídingar sem léku án Cristiano Ronaldo reyndu hvað þeir gátu að bæta við marki í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekkert. Mátti sjá pirring hjá heimamönnum og fékk Marcelo beint rautt stuttu fyrir leikslok. Hefur Real því tapað stigum í tveimur heimaleikjum í röð og gætu þeir missti Börsunga fjórum stigum fram úr sér þegar þeir leika gegn nágrönnum sínum í Espanyol í kvöld.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti