Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2017 12:12 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Kaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni. Dalsmenn segjast mjög forvitnir að vita hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. „Kaupsamningur Frjálsrar Fjölmiðlunar um kaup á nánast öllum eignum Pressunar og tengdum félögum var kynntur fyrir eigendum Dalsins eftir að hann var frágenginn. Ef marka má yfirlýsingar kaupanda þá verða allar skuldir félagsins gerðar upp og þá sérstaklega skuldir við tollstjóra og lífeyrisskuldbindingar starfsmanna. Við fögnum því ef þetta verður niðurstaðan,“ segir í tilkynningu frá Dalnum.Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar verslunar sem nú er eigandi Vefpressunnar.„Dalurinn er áfram eigandi að 68% hlut í Pressunni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eignarhlut. En í ljósi umræddra viðskipta má telja að sá hlutur hafi lítið verðmæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félaginu. Forsvarsmenn Dalsins eru jafn forvitnir og aðrir um að heyra hverjir standi að baki kaupunum.“ Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Björn Ingi óskaði starfsmönnum sínum til hamingju með tíðindin í tölvupósti í morgun.Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar.vísir/ernir„Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér,“ sagði Björn Ingi. „Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar.“ Allir innan félagsins geti verið stoltir. „Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Kaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni. Dalsmenn segjast mjög forvitnir að vita hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. „Kaupsamningur Frjálsrar Fjölmiðlunar um kaup á nánast öllum eignum Pressunar og tengdum félögum var kynntur fyrir eigendum Dalsins eftir að hann var frágenginn. Ef marka má yfirlýsingar kaupanda þá verða allar skuldir félagsins gerðar upp og þá sérstaklega skuldir við tollstjóra og lífeyrisskuldbindingar starfsmanna. Við fögnum því ef þetta verður niðurstaðan,“ segir í tilkynningu frá Dalnum.Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar verslunar sem nú er eigandi Vefpressunnar.„Dalurinn er áfram eigandi að 68% hlut í Pressunni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eignarhlut. En í ljósi umræddra viðskipta má telja að sá hlutur hafi lítið verðmæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félaginu. Forsvarsmenn Dalsins eru jafn forvitnir og aðrir um að heyra hverjir standi að baki kaupunum.“ Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Björn Ingi óskaði starfsmönnum sínum til hamingju með tíðindin í tölvupósti í morgun.Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar.vísir/ernir„Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér,“ sagði Björn Ingi. „Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar.“ Allir innan félagsins geti verið stoltir. „Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00