Ráðherra veitt níu undanþágur til útlendinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19
Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45