"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. september 2017 19:00 Tómas Guðbjartsson, læknir. Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fóru í sumar í tvær ferðir á Ófeigsfjörð í Árneshreppi þar sem til stendur að reisa Hvalárvirkjun. Þar tóku þeir myndir sem þeir ætla að birta daglega í september til að vekja athygli á náttúrufegurð svæðisins. „Þetta svæði er bara einstakt. Ekki bara á Íslandi heldur víðar. Öll þekkjum við Hornstrandir og allir Íslendingar eru stoltir af því að eiga það svæði. Þetta er bara í dyragættinni," segir Tómas Guðbjörnsson. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk en þar stendur til stendur að virkja Hvalá, Rjúkanda og Eyvindafjarðará. Á svæðinu er gert er ráð fyrir fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi og veglagningu. Tómas segir ekki of seint að hætta við áformin og ætlar að senda afrakstur fossadagatalsins á ráðamenn. „Þar að auki ætlum við að taka þessar myndir, gefa þær út í litabæklingi og senda á alla alþingismenn, sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum, þá sem ráða ríkjum í HS Orku og Vesturverki, þá sem sitja í rammaáætlun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Þannig að fólk sé virkilega með það á hreinu hvað sé undir. Vegna þess að ég held að það sé stærsta vandamálið. Að fólk sé ekki nógu vel upplýst," segir Tómas. Tómas vonast til þess að myndirnar lýsi náttúrufegurðinni sem er í húfi. „Í sumum af þessum fossum eða ám mun rennslið minnka verulega, eða um 30 til 40%, sem er að mínu mati óásættanlegt. En fallegustu fossarnir eins og Drynjandi munu að langmestu leyti þurrkast upp," segir hann. Hann bendir á að virkjanir séu að mestu leyti að framleiða orku fyrir stóriðju. „Ég held að það sé mikilvægt núna að staldra við og spyrja; hvert erum við Íslendingar að fara. Þetta stóriðjuskeið er að mínu mati bara liðið hjá," segir Tómas. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fóru í sumar í tvær ferðir á Ófeigsfjörð í Árneshreppi þar sem til stendur að reisa Hvalárvirkjun. Þar tóku þeir myndir sem þeir ætla að birta daglega í september til að vekja athygli á náttúrufegurð svæðisins. „Þetta svæði er bara einstakt. Ekki bara á Íslandi heldur víðar. Öll þekkjum við Hornstrandir og allir Íslendingar eru stoltir af því að eiga það svæði. Þetta er bara í dyragættinni," segir Tómas Guðbjörnsson. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk en þar stendur til stendur að virkja Hvalá, Rjúkanda og Eyvindafjarðará. Á svæðinu er gert er ráð fyrir fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi og veglagningu. Tómas segir ekki of seint að hætta við áformin og ætlar að senda afrakstur fossadagatalsins á ráðamenn. „Þar að auki ætlum við að taka þessar myndir, gefa þær út í litabæklingi og senda á alla alþingismenn, sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum, þá sem ráða ríkjum í HS Orku og Vesturverki, þá sem sitja í rammaáætlun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Þannig að fólk sé virkilega með það á hreinu hvað sé undir. Vegna þess að ég held að það sé stærsta vandamálið. Að fólk sé ekki nógu vel upplýst," segir Tómas. Tómas vonast til þess að myndirnar lýsi náttúrufegurðinni sem er í húfi. „Í sumum af þessum fossum eða ám mun rennslið minnka verulega, eða um 30 til 40%, sem er að mínu mati óásættanlegt. En fallegustu fossarnir eins og Drynjandi munu að langmestu leyti þurrkast upp," segir hann. Hann bendir á að virkjanir séu að mestu leyti að framleiða orku fyrir stóriðju. „Ég held að það sé mikilvægt núna að staldra við og spyrja; hvert erum við Íslendingar að fara. Þetta stóriðjuskeið er að mínu mati bara liðið hjá," segir Tómas.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira