Íslensk málnefnd ánægð með körfuboltastrákana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 14:31 Jón Arnór Stefánsson hefur staðið í ströngu á Evrópumótinu, merktur eiginnöfnum sínum. Vísir/Ernir Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017 EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017
EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28
Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40
Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15