Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 19:30 Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“ Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“
Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00