Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 12:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12