Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 19:45 Krókódílaárásir geta verið lífshættulegar. mynd úr safni Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44