Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 21:06 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58
Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44
Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45