Spánverjar áttu ekki í vandræðum með Ítali Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. september 2017 20:45 Úr fyrri leik liðanna á Ítalíu. vísir/getty Spánverjar unnu 3-0 sigur á Ítalíu í stórleik umferðarinnar í G-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Isco skoraði tvisvar í fyrri hálfleik áður en Alvaro Morata gerði út um leikinn á 77. mínútu. Spánverjar eru nú á toppi riðilsins með 19 stig þegar þrír leikir eru eftir. Sigurinn fór langt með að tryggja Spánverjum sæti sitt í lokakeppninni, en þeir verða að teljast sigurstranglegri í þeim leikjum sem þeir eiga eftir. HM 2018 í Rússlandi
Spánverjar unnu 3-0 sigur á Ítalíu í stórleik umferðarinnar í G-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Isco skoraði tvisvar í fyrri hálfleik áður en Alvaro Morata gerði út um leikinn á 77. mínútu. Spánverjar eru nú á toppi riðilsins með 19 stig þegar þrír leikir eru eftir. Sigurinn fór langt með að tryggja Spánverjum sæti sitt í lokakeppninni, en þeir verða að teljast sigurstranglegri í þeim leikjum sem þeir eiga eftir.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti