Hugsum í lausnum Logi Bergmann skrifar 2. september 2017 07:00 Um daginn sá ég viðtal við leigubílstjóra sem var algjörlega brjálaður (og ég held að það verði enginn jafn brjálaður og pirraður leigubílstjóri) yfir því að borgin byggði ekki upphituð skýli fyrir fólk sem væri að bíða eftir leigubíl. Eins og það væri ekki nóg, þá áttu líka að vera þar öryggisverðir svo hægt væri að hafa hemil á drukknu fólki, fjúkandi í haustlægðunum að bíða eftir að röðin kæmi að því. Leigubílstjóranum finnst fullkomlega eðlilegt að til þess að fá að kaupa þessa þjónustu eigum við öll að troða okkur á sama stað og bíða og bíða. Eins og það fari stórkostlega vel í alla sem hafa kannski verið aðeins of lengi að hitta mennina. Hvernig væri bara að byrja á vandanum sjálfum - skorti á leigubílum. Og mig, sem hef reyndar aldrei keyrt leigubíl, langar til að koma með mitt innlegg í þessa umræðu. Leyfum Uber.Allt á borðinu Fyrir þá sem ekki þekkja þá er Uber app sem fólk notar til að panta bíl og fá tilboð í ferðina. Það sér hvernig bíl það er að fá (sem er til dæmis frábært ef mann langar ekki til að mæta á árshátið í Suzuki Jimny), sér hver er bílstjóri og hvaða einkunn hann hefur fengið hjá öðrum farþegum. Hann mætir svo til þín, þar sem þú ert og þú þarft ekki einu sinni að taka upp kort eða peninga því það er gengið frá því rafrænt þegar þú samþykkir farið. Einhver myndi segja að þetta snúist um öryggi. En ég myndi halda að Uber væri öruggari. Öll viðskipti eru skráð. Leigubílstjórar eru ekki með pening í bílnum því allt fer í gegnum kort og Paypal. Leigubílstjórar og farþegar fá einkunn og því er hægt að forðast lélega bílstjóra. Til dæmis bílstjóra sem reykja hálfan pakka á dag í bílnum og halda að enginn fatti neitt af því að þeir opna gluggann aðeins. Eða þá sem virðast ekki geta komið bílnum af stað án þess að botna Útvarp Sögu. Á sama hátt geta leigubílstjórar forðast gubbandi fólk á krónísku trúnaðarstigi.Einföldum lífið Það eru fleiri kostir sem fylgja þessu. Allt verður einfaldara. Það þarf ekki margar rándýrar græjur til að tengja sig við stöðina, finna réttu leiðina, posa og allt hitt. Hjá Uber og öðrum sambærilegum leigubílakerfum er nóg að hafa einn síma. Þar er allt sem leigubílstjórinn þarf fyrir viðskiptavininn. Já, eða viðskiptavinina, því það er meira að segja hægt að deila bíl, svona til að gleðja þá sem vilja minnka umferðina. Þegar þetta er rætt er alltaf talað við leigubílstjóra. Og getiði hvað: Þeim finnst þetta glötuð hugmynd. Og það er svo sem skiljanlegt. Þetta er starfið þeirra og þeir hafa lagt sig fram við að sinna því vel, jafnvel árum saman. Góðir leigubílstjórar ættu samt ekki að þurfa að óttast neitt. Fólk vill fara með þeim og það er jafnvel hægt að panta uppáhaldsbílstjórann sinn. Leigubílastöðvar myndu ekki hverfa, frekar en annarstaðar þar sem þjónusta eins og Uber hefur skotið rótum. Margir vilja frekar panta bíl með gamla laginu og kunna kannski ekki alveg á svona nýmóðins öpp. En við myndum fá samkeppni í þennan bransa, sem hlýtur bara að vera góð hugmynd. Og svona kerfi eru mjög ferðamannavæn þannig að við myndum ekki þurfa að horfa á vesalings útlendingana rogast með töskurnar sínar út um allt, bara af því að þeir hafa ekki heyrt auglýsinguna með Flosa Ólafs. Því miður er ég ekki viss um að við séum tilbúin fyrir svona frjálslyndi. Kannski að hluta til vegna þess að leigubílstjórar hafa í gegnum tíðina sýnt að þeir eru merkilega öflugur þrýstihópur. Ef til vill óttast stjórnmálamenn hreinlega að lenda á grautfúlum leigubílstjóra. En kannski er ástæðan einfaldlega sú að það er frekar ólíklegt að rekast á pólitíkus um miðja nótt í leigubílaröðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Um daginn sá ég viðtal við leigubílstjóra sem var algjörlega brjálaður (og ég held að það verði enginn jafn brjálaður og pirraður leigubílstjóri) yfir því að borgin byggði ekki upphituð skýli fyrir fólk sem væri að bíða eftir leigubíl. Eins og það væri ekki nóg, þá áttu líka að vera þar öryggisverðir svo hægt væri að hafa hemil á drukknu fólki, fjúkandi í haustlægðunum að bíða eftir að röðin kæmi að því. Leigubílstjóranum finnst fullkomlega eðlilegt að til þess að fá að kaupa þessa þjónustu eigum við öll að troða okkur á sama stað og bíða og bíða. Eins og það fari stórkostlega vel í alla sem hafa kannski verið aðeins of lengi að hitta mennina. Hvernig væri bara að byrja á vandanum sjálfum - skorti á leigubílum. Og mig, sem hef reyndar aldrei keyrt leigubíl, langar til að koma með mitt innlegg í þessa umræðu. Leyfum Uber.Allt á borðinu Fyrir þá sem ekki þekkja þá er Uber app sem fólk notar til að panta bíl og fá tilboð í ferðina. Það sér hvernig bíl það er að fá (sem er til dæmis frábært ef mann langar ekki til að mæta á árshátið í Suzuki Jimny), sér hver er bílstjóri og hvaða einkunn hann hefur fengið hjá öðrum farþegum. Hann mætir svo til þín, þar sem þú ert og þú þarft ekki einu sinni að taka upp kort eða peninga því það er gengið frá því rafrænt þegar þú samþykkir farið. Einhver myndi segja að þetta snúist um öryggi. En ég myndi halda að Uber væri öruggari. Öll viðskipti eru skráð. Leigubílstjórar eru ekki með pening í bílnum því allt fer í gegnum kort og Paypal. Leigubílstjórar og farþegar fá einkunn og því er hægt að forðast lélega bílstjóra. Til dæmis bílstjóra sem reykja hálfan pakka á dag í bílnum og halda að enginn fatti neitt af því að þeir opna gluggann aðeins. Eða þá sem virðast ekki geta komið bílnum af stað án þess að botna Útvarp Sögu. Á sama hátt geta leigubílstjórar forðast gubbandi fólk á krónísku trúnaðarstigi.Einföldum lífið Það eru fleiri kostir sem fylgja þessu. Allt verður einfaldara. Það þarf ekki margar rándýrar græjur til að tengja sig við stöðina, finna réttu leiðina, posa og allt hitt. Hjá Uber og öðrum sambærilegum leigubílakerfum er nóg að hafa einn síma. Þar er allt sem leigubílstjórinn þarf fyrir viðskiptavininn. Já, eða viðskiptavinina, því það er meira að segja hægt að deila bíl, svona til að gleðja þá sem vilja minnka umferðina. Þegar þetta er rætt er alltaf talað við leigubílstjóra. Og getiði hvað: Þeim finnst þetta glötuð hugmynd. Og það er svo sem skiljanlegt. Þetta er starfið þeirra og þeir hafa lagt sig fram við að sinna því vel, jafnvel árum saman. Góðir leigubílstjórar ættu samt ekki að þurfa að óttast neitt. Fólk vill fara með þeim og það er jafnvel hægt að panta uppáhaldsbílstjórann sinn. Leigubílastöðvar myndu ekki hverfa, frekar en annarstaðar þar sem þjónusta eins og Uber hefur skotið rótum. Margir vilja frekar panta bíl með gamla laginu og kunna kannski ekki alveg á svona nýmóðins öpp. En við myndum fá samkeppni í þennan bransa, sem hlýtur bara að vera góð hugmynd. Og svona kerfi eru mjög ferðamannavæn þannig að við myndum ekki þurfa að horfa á vesalings útlendingana rogast með töskurnar sínar út um allt, bara af því að þeir hafa ekki heyrt auglýsinguna með Flosa Ólafs. Því miður er ég ekki viss um að við séum tilbúin fyrir svona frjálslyndi. Kannski að hluta til vegna þess að leigubílstjórar hafa í gegnum tíðina sýnt að þeir eru merkilega öflugur þrýstihópur. Ef til vill óttast stjórnmálamenn hreinlega að lenda á grautfúlum leigubílstjóra. En kannski er ástæðan einfaldlega sú að það er frekar ólíklegt að rekast á pólitíkus um miðja nótt í leigubílaröðinni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun