Dramatískur sigur Eista Íþróttadeild skrifar 3. september 2017 18:00 Vísir/Getty Eistar unnu dramatískan sigur á Kýpur í H-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. Mattias Kait, fyrrum samherji Ragnars Sigurðssonar hjá Fulham, skoraði sigurmarkið á annari mínútu uppbótartímans í seinni hálfleik. Kýpverjar hefðu með sigri getað haldið í vonina að ná umspilssæti í riðlinum, en eftir tapið verður leiðin erfiðari fyrir Kýpverja. Öll von er þó ekki úti, því liðin í 1. og 2. sæti riðilsins, Belgía og Grikkland, eigast við nú í kvöld og fari Belgar með sigur eru enn aðeins þrjú stig á milli Kýpur og Grikklands. HM 2018 í Rússlandi
Eistar unnu dramatískan sigur á Kýpur í H-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. Mattias Kait, fyrrum samherji Ragnars Sigurðssonar hjá Fulham, skoraði sigurmarkið á annari mínútu uppbótartímans í seinni hálfleik. Kýpverjar hefðu með sigri getað haldið í vonina að ná umspilssæti í riðlinum, en eftir tapið verður leiðin erfiðari fyrir Kýpverja. Öll von er þó ekki úti, því liðin í 1. og 2. sæti riðilsins, Belgía og Grikkland, eigast við nú í kvöld og fari Belgar með sigur eru enn aðeins þrjú stig á milli Kýpur og Grikklands.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti