Það var lítið skorað í leik Fjölnis og Selfoss í Olís-deild kvenna í kvöld en dramatíkin var þó mikil.
Leiknum lyktaði með jafntefli, 17-17. Helena Ósk Kristjánsdóttir skoraði jöfnunark Fjölnis á lokamínútunni.
Selfoss taldi sig hafa unnið með skoti frá miðju á lokasekúndunni en eftir mikla reikistefnu var markið ekki dæmt gilt að því er fram kemur á mbl.is.
Þetta var fyrsta stig Fjölnis í deildinni í vetur en Selfoss er með þrjú stig en liðið vann magnaðan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð.
Dramatík í Grafarvogi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
