Trninic fótbraut Bjerregaard | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2017 17:49 Það kom í ljós í dag að KR-ingurinn Andre Bjerregaard er fótbrotinn eftir ljóta tæklingu KA-mannsins Aleksandar Trninic í leik liðanna á dögunum. Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi nú síðdegis. Þar með er ljóst að Daninn spilar ekki meira með KR í sumar. Bjerregaard varð að fara af velli eftir aðeins stundarfjórðungsleik eftir tæklinguna grófu frá Trninic en hana má sjá hér að ofan. KA-maðurinn grófi var sérstaklega tekinn fyrir í Pepsi-mörkunum þar sem sérfræðingar Pepsi-markanna tóku hann engum vettlingatökum. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Það kom í ljós í dag að KR-ingurinn Andre Bjerregaard er fótbrotinn eftir ljóta tæklingu KA-mannsins Aleksandar Trninic í leik liðanna á dögunum. Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi nú síðdegis. Þar með er ljóst að Daninn spilar ekki meira með KR í sumar. Bjerregaard varð að fara af velli eftir aðeins stundarfjórðungsleik eftir tæklinguna grófu frá Trninic en hana má sjá hér að ofan. KA-maðurinn grófi var sérstaklega tekinn fyrir í Pepsi-mörkunum þar sem sérfræðingar Pepsi-markanna tóku hann engum vettlingatökum. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00