Nissan hefur smíðað 150 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2017 16:11 Nissan Navara pallbíllinn. Þau tímamót urðu hjá Nissan í vikunni að þar á bæ var smíðað 150 milljónasta eintakið frá stofnun Nissan árið 1933. Það tók 73 ár, eða til ársins 2006 að smíða fyrstu 100 milljón eintökin, en aðeins 11 ár að smíða næstu 50 milljón eintökin. Af þessum 150 milljón bílum hafa 58,9% þeirra verið smíðuð í heimalandinu Japan, en Nissan er með bílaverksmiðjur um allan heim þar sem þessi 41,1% önnur eintök Nissan bíla hafa verið smíðuð. Árið 2006 var þetta hlutfall 76,5% smíðaðra bíla heimafyrir. Í Bandaríkjunum hafa 10,8% allra Nissan bíla verið smíðuð, en hvort um sig Kína og Mexíkó eru með 7,9% eintakanna. Í bretlandi hafa 6,2% þeirra verið smíðuð, en 2,4% á Spáni. Önnur lönd samanlagt eiga svo heiðurinn af 5,8% allra Nissan bíla. Nissan hefur líka öðrum áfanga að fagna þessa dagana, en Renault-Nissan sem nýverið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi, er orðinn stærsti bílaframleiðandi í heimi og framleiddi fleiri bíla en bæði Volkswagen og Toyota á fyrri hluta þessa árs, eða 5,27 milljón bíla. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent
Þau tímamót urðu hjá Nissan í vikunni að þar á bæ var smíðað 150 milljónasta eintakið frá stofnun Nissan árið 1933. Það tók 73 ár, eða til ársins 2006 að smíða fyrstu 100 milljón eintökin, en aðeins 11 ár að smíða næstu 50 milljón eintökin. Af þessum 150 milljón bílum hafa 58,9% þeirra verið smíðuð í heimalandinu Japan, en Nissan er með bílaverksmiðjur um allan heim þar sem þessi 41,1% önnur eintök Nissan bíla hafa verið smíðuð. Árið 2006 var þetta hlutfall 76,5% smíðaðra bíla heimafyrir. Í Bandaríkjunum hafa 10,8% allra Nissan bíla verið smíðuð, en hvort um sig Kína og Mexíkó eru með 7,9% eintakanna. Í bretlandi hafa 6,2% þeirra verið smíðuð, en 2,4% á Spáni. Önnur lönd samanlagt eiga svo heiðurinn af 5,8% allra Nissan bíla. Nissan hefur líka öðrum áfanga að fagna þessa dagana, en Renault-Nissan sem nýverið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi, er orðinn stærsti bílaframleiðandi í heimi og framleiddi fleiri bíla en bæði Volkswagen og Toyota á fyrri hluta þessa árs, eða 5,27 milljón bíla.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent