Launasetning opinberra starfsmanna og styttri vinnuvika Guðríður Arnardóttir skrifar 18. september 2017 16:00 Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar