Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-25 | Fram ýtti frá sér Anton Ingi Leifsson skrifar 18. september 2017 21:15 Ari Magnús skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/anton Stjarnan og Fram skildu jöfn í annari umfer Olís-deildar karla í kvöld, 25-25, eftir mikla dramatík. Garðbæingar leiddu í hálfleik, 15-12. Fyrri hálfleikurinn var jafn nánast allan tímann. Liðin skiptust bókstaflega á að skora þangað til staðan var orðin 11-11, en þá spýttu heimamenn aðeins í lófana og virtust stíga aðeins á bensíngjöfina. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, eftir eftir dálítið athyglisverðan fyrri hálfleik. Leikurinn var stundum hægur, en inn á milli var eins og einhver hafi ýtt á kveikju-takkann á liðunum. Þá fór hraðinn upp um nokkra gíra og leikurinn varð fjörugri. Fram byrjaði af miklum krafti í síðari hálfleik. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og jöfnuðu í 15-15. Áfram héldust þá liðin hönd í hönd, en Fram var ávallt skrefi á undan. Fram leiddi með þremur mörkum, 23-20, þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en þá rönkuðu heimamenn aftur við sér. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk og jöfnuðu metin í 23-23. Leikurinn hélst jafn út allan leikinn, en Aron Dagur Pálsson skaut í stöng í þann mund sem leikflautan gall. Lokatölur 25-25.Afhverju gerðu liðin jafntefi? Þessi handboltaleikur verður ekki sýndur á neinni handboltaspólu um hvernig á að spila handbolta. Bæði liðin voru alltof kaflaskipt. Þau sýndu inn á milli fína kafla, en oftar en ekki var óðagot í sóknarleik beggja liða og lítið um falleg tilþrif. Mikil og góð bæting þó hjá Fram frá afhroðinu gegn FH, en Stjarnan þarf að spila betri leik ætli liðið sér að berjast á toppnum sem líklega er stefnan á. Þeir eiga þó eftir að aðlagast brottför Ólafs Gústafssonar, en erfitt verður að fylla hans skarð.Þessir stóðu upp úr Arnar Birkir Hálfdánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson skoruðu fimmtán af 25 mörkum gestana, en þeir drógu sína menn oft að landi þegar illa gekk að finna mark. Þeir skutu yfirleitt og skoruðu, en Sveinbjörn Pétursson hefur væntanlega verjað enn fleiri bolta í dag en hann gerði. Viktor Gísli átti stórgóðan leik í marki Fram, en þessi frábæri ungi markmaður varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Leó Snær markahæstur með sex mörk, en Ari Magnús kom næstur með fimm mörk. Ari Magnús byrjaði feyknavel, en var svo klipptur út úr leiknum og við það riðlaðist sóknarleikur Stjörnunnar til muna.Hvað gekk illa? Stjarnan saknaði Ólafs Gústafssonar, en það mundu öll lið gera. Ólafur er að ganga í raðir KIF Kolding í Dannmörku og það mun taka einhverja daga og vikur að slípa saman sóknarleikinn upp á nýtt, enda Ólafur einn albesti sóknarmaður deildarinnar. Sóknarleikurinn var þar af leiðandi stirður og fyrirsjáanlegur. Fram fékk afar lítið út úr hægra horninu og línunni. Valdimar fiskaði þó tvö víti, en þeir verða að fá enn fleiri mörk frá fleiri stöðum ætli þeir sér að vinna eins sterkt lið og Stjarnan er. Þeir voru þó ansi nálægt því, en enn fleiri þurfa að leggja lóð á vogaskálarnar. Fjórir leikmenn skoruðu 23 af 25 mörkum Fram.Hvað gerist næst? Framarar fá Selfyssinga í heimsókn í Safamýrina í næsta leik. Fram þarf að safna stigum ætli liðið að spila áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Stjarnan mætir Aftureldingu á útivelli sem er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar, en þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina hjá Stjörnunni er væntanlega rýrt miðað við mannskap.Einar Jónsson: Verðum kannski meðvitaðari um það hvaða liði við munum stilla upp „Fyrirfram var þetta stig tapað því við ætluðum okkur að vinna þennan leik,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Því miður hafðist það ekki. Við fórum illa með rosalega mikið af dauðafærum og bara komum illa út í síðari hálfleikinn.” „Við unnum okkur inn í þetta og vorum að endingu ekki langt frá því að vinna þetta sem hefði verið óneitanlega skemmtilegra.” „Lélegu kaflarnir okkar voru arfaslakir og við áttum góða kafla inn á milli. Þetta var dálítið skrýtinn leikur líka. Þeir voru að skora af 12-15 metra færi og þeir voru í tómu basli með okkur, en náðu alltaf að tussa inn mörkum.” Eins og stendur hér ofar í greininni er Ólafur Gústafsson farinn frá Stjörnunni og Einar segir að það muni óneitanlega taka smá tíma að fá aftur brag á sóknarleikinn enda Ólafur einn albesti sóknarmaður deildarinnar. „Það sást kannski í dag að við þurfum aðeins að slípa það til. Það er bara þannig,” en Einar segir að Stjarnan muni nú bara halda áfram. Þrjú stig eru komin í pokann og fleiri á leiðinni. „Við höldum bara áfram og að vinna í okkar málum. Við höfum viku fram að næsta leik. Við verðum þá kannski aðeins meðvitaðari um það hvaða lið við munum stilla upp í næsta leik,” sagði Einar sem grínaðist með brottför Ólafs og bætti við að endingu: „Við munum æfa og undirbúa okkur þannig.”Arnar Birkir: Þetta er bara eins og að vera í berjamó „Ég er ekki nægilega sáttur með það. Við vorum einum fleiri undir lokin og við áttum að nýta okkur það betur,” sagði Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram. Arnar átti mjög góðan leik í hægri skyttunni hjá Fram, en hann bar á löngum köflum uppi sóknarleik Fram. Það var allt annað að sjá leik liðsins í kvöld frá leiknum gegn FH í síðustu viku þar sem liðið beið afhroð. „Það má segja að það hafi allt annað verið að sjá liðið. Ég ætla ekki að neita fyrir það,” en hann segir að það sé einföld skýring á hvað hafi breyst: „Við mættum í dag. Ekki í síðasta leik.” Fram náði ótrúlegum árangri á síðustu leiktíð, en liðið fór alla leið í undanúrslit. Fyrir tímabilið í fyrra var liðið spáð falli og svipað var uppi á teningnum í ár. Arnar segir að það sé bara sama uppskrift í ár. „Þetta var bara eins og í fyrra, nema mínus Þorsteinn Gauti sem er meiddur. Ég hlakka til að fá hann aftur,” sagði Arnar BIrkir og hélt áfram að gera grín: „Ég sakna hans mjög mikið. Ég sé hann yfirleitt á hverjum einasta degi, en sá hann ekkert í dag. Ég var að leita af honum upp í stúku, en fann hann ekki.” Fram er komið með eitt stig af fjórum mögulegum og nú fer Fram-liðið upp í fjall og byrjar að týna, segir Arnar: „Þetta er bara eins og að vera í berjamó. Við þurfum bara að fara týna stig,” sagði þessi skemmtilegi leikmaður í leikslok. Olís-deild karla
Stjarnan og Fram skildu jöfn í annari umfer Olís-deildar karla í kvöld, 25-25, eftir mikla dramatík. Garðbæingar leiddu í hálfleik, 15-12. Fyrri hálfleikurinn var jafn nánast allan tímann. Liðin skiptust bókstaflega á að skora þangað til staðan var orðin 11-11, en þá spýttu heimamenn aðeins í lófana og virtust stíga aðeins á bensíngjöfina. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, eftir eftir dálítið athyglisverðan fyrri hálfleik. Leikurinn var stundum hægur, en inn á milli var eins og einhver hafi ýtt á kveikju-takkann á liðunum. Þá fór hraðinn upp um nokkra gíra og leikurinn varð fjörugri. Fram byrjaði af miklum krafti í síðari hálfleik. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og jöfnuðu í 15-15. Áfram héldust þá liðin hönd í hönd, en Fram var ávallt skrefi á undan. Fram leiddi með þremur mörkum, 23-20, þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en þá rönkuðu heimamenn aftur við sér. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk og jöfnuðu metin í 23-23. Leikurinn hélst jafn út allan leikinn, en Aron Dagur Pálsson skaut í stöng í þann mund sem leikflautan gall. Lokatölur 25-25.Afhverju gerðu liðin jafntefi? Þessi handboltaleikur verður ekki sýndur á neinni handboltaspólu um hvernig á að spila handbolta. Bæði liðin voru alltof kaflaskipt. Þau sýndu inn á milli fína kafla, en oftar en ekki var óðagot í sóknarleik beggja liða og lítið um falleg tilþrif. Mikil og góð bæting þó hjá Fram frá afhroðinu gegn FH, en Stjarnan þarf að spila betri leik ætli liðið sér að berjast á toppnum sem líklega er stefnan á. Þeir eiga þó eftir að aðlagast brottför Ólafs Gústafssonar, en erfitt verður að fylla hans skarð.Þessir stóðu upp úr Arnar Birkir Hálfdánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson skoruðu fimmtán af 25 mörkum gestana, en þeir drógu sína menn oft að landi þegar illa gekk að finna mark. Þeir skutu yfirleitt og skoruðu, en Sveinbjörn Pétursson hefur væntanlega verjað enn fleiri bolta í dag en hann gerði. Viktor Gísli átti stórgóðan leik í marki Fram, en þessi frábæri ungi markmaður varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Leó Snær markahæstur með sex mörk, en Ari Magnús kom næstur með fimm mörk. Ari Magnús byrjaði feyknavel, en var svo klipptur út úr leiknum og við það riðlaðist sóknarleikur Stjörnunnar til muna.Hvað gekk illa? Stjarnan saknaði Ólafs Gústafssonar, en það mundu öll lið gera. Ólafur er að ganga í raðir KIF Kolding í Dannmörku og það mun taka einhverja daga og vikur að slípa saman sóknarleikinn upp á nýtt, enda Ólafur einn albesti sóknarmaður deildarinnar. Sóknarleikurinn var þar af leiðandi stirður og fyrirsjáanlegur. Fram fékk afar lítið út úr hægra horninu og línunni. Valdimar fiskaði þó tvö víti, en þeir verða að fá enn fleiri mörk frá fleiri stöðum ætli þeir sér að vinna eins sterkt lið og Stjarnan er. Þeir voru þó ansi nálægt því, en enn fleiri þurfa að leggja lóð á vogaskálarnar. Fjórir leikmenn skoruðu 23 af 25 mörkum Fram.Hvað gerist næst? Framarar fá Selfyssinga í heimsókn í Safamýrina í næsta leik. Fram þarf að safna stigum ætli liðið að spila áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Stjarnan mætir Aftureldingu á útivelli sem er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar, en þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina hjá Stjörnunni er væntanlega rýrt miðað við mannskap.Einar Jónsson: Verðum kannski meðvitaðari um það hvaða liði við munum stilla upp „Fyrirfram var þetta stig tapað því við ætluðum okkur að vinna þennan leik,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Því miður hafðist það ekki. Við fórum illa með rosalega mikið af dauðafærum og bara komum illa út í síðari hálfleikinn.” „Við unnum okkur inn í þetta og vorum að endingu ekki langt frá því að vinna þetta sem hefði verið óneitanlega skemmtilegra.” „Lélegu kaflarnir okkar voru arfaslakir og við áttum góða kafla inn á milli. Þetta var dálítið skrýtinn leikur líka. Þeir voru að skora af 12-15 metra færi og þeir voru í tómu basli með okkur, en náðu alltaf að tussa inn mörkum.” Eins og stendur hér ofar í greininni er Ólafur Gústafsson farinn frá Stjörnunni og Einar segir að það muni óneitanlega taka smá tíma að fá aftur brag á sóknarleikinn enda Ólafur einn albesti sóknarmaður deildarinnar. „Það sást kannski í dag að við þurfum aðeins að slípa það til. Það er bara þannig,” en Einar segir að Stjarnan muni nú bara halda áfram. Þrjú stig eru komin í pokann og fleiri á leiðinni. „Við höldum bara áfram og að vinna í okkar málum. Við höfum viku fram að næsta leik. Við verðum þá kannski aðeins meðvitaðari um það hvaða lið við munum stilla upp í næsta leik,” sagði Einar sem grínaðist með brottför Ólafs og bætti við að endingu: „Við munum æfa og undirbúa okkur þannig.”Arnar Birkir: Þetta er bara eins og að vera í berjamó „Ég er ekki nægilega sáttur með það. Við vorum einum fleiri undir lokin og við áttum að nýta okkur það betur,” sagði Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram. Arnar átti mjög góðan leik í hægri skyttunni hjá Fram, en hann bar á löngum köflum uppi sóknarleik Fram. Það var allt annað að sjá leik liðsins í kvöld frá leiknum gegn FH í síðustu viku þar sem liðið beið afhroð. „Það má segja að það hafi allt annað verið að sjá liðið. Ég ætla ekki að neita fyrir það,” en hann segir að það sé einföld skýring á hvað hafi breyst: „Við mættum í dag. Ekki í síðasta leik.” Fram náði ótrúlegum árangri á síðustu leiktíð, en liðið fór alla leið í undanúrslit. Fyrir tímabilið í fyrra var liðið spáð falli og svipað var uppi á teningnum í ár. Arnar segir að það sé bara sama uppskrift í ár. „Þetta var bara eins og í fyrra, nema mínus Þorsteinn Gauti sem er meiddur. Ég hlakka til að fá hann aftur,” sagði Arnar BIrkir og hélt áfram að gera grín: „Ég sakna hans mjög mikið. Ég sé hann yfirleitt á hverjum einasta degi, en sá hann ekkert í dag. Ég var að leita af honum upp í stúku, en fann hann ekki.” Fram er komið með eitt stig af fjórum mögulegum og nú fer Fram-liðið upp í fjall og byrjar að týna, segir Arnar: „Þetta er bara eins og að vera í berjamó. Við þurfum bara að fara týna stig,” sagði þessi skemmtilegi leikmaður í leikslok.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti