Hátíðarveisla Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Valsmenn fagna titlinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti