Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Norður-Kórea Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Norður-Kórea Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira