Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Norður-Kórea Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Norður-Kórea Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira