Golf

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía lék á þremur höggum yfir pari í dag.
Ólafía lék á þremur höggum yfir pari í dag. mynd/friðrik þór
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Evian-meistaramótinu í golfi. Þetta er síðasta risamót ársins.

Ólafía lék fyrsta hringinn á pari og í dag lék hún á þremur höggum yfir pari.

Ólafía lauk leik fyrir hádegi og þurfti því að bíða í dágóðan leik eftir því að vita hvort hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Það tókst en niðurskurðarlínan miðaðist við þrjú högg yfir pari.

Ólafía er í 64.-72. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Moriya Jutanugarn frá Tælandi með forystu. Hún er einu höggi á undan Ayako Uehara frá Japan.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafía kemst í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Hún komst hvorki í gegnum niðurskurðinn á KPMG PGA-meistaramótinu í lok júní né Opna breska meistaramótinu í byrjun ágúst.

En Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn í þriðju tilraun og verður því á meðal keppenda á lokadegi Evian-meistaramótsins á morgun.


Tengdar fréttir

Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×