Golf

Brot af því besta hjá Ólafíu í dag | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á þremur höggum yfir pari á öðrum hring Evian-meistaramótsins í dag. Þetta er síðasta risamót ársins.

Ólafía lék ágætlega í dag en þrefaldur skolli á 3. holu skemmdi fyrir. Hún lék hinar 17 holurnar á pari.

Ólafía er þegar þetta er skrifað réttu megin við niðurskurðarlínuna sem miðast við þrjú högg yfir pari.

Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir úti í Evian í Frakklandi og fylgjast grannt með gangi mála hjá Ólafíu.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot því besta frá spilamennsku Ólafíu í dag.


Tengdar fréttir

Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×