Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 15:44 Bjarni Benediktsson ávarpar þjóðina á blaðamannafundi í Valhöll. vísir/ernir Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
„Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44