Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 32-30 | FH-ingar fara vel af stað Benedikt Grétarsson skrifar 17. september 2017 22:00 FH-ingar eru komnir með fjögur stig. Vísir/Eyþór Það var boðið upp á sannkallaðan háspennuleik í Kaplakrika í kvöld, þegar FH vann Aftureldingu 32-30 í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Staðan í hálfleik var 16-16. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH en Elvar Ásgeirsson var markahæstur Mosfellinga með átta mörk. FH hefur fjögur stig að loknum tveimur umferðum en Afturelding er án stiga. Leikurinn var hin besta skemmtun frá upphafi til enda. Heimamenn voru þó nánast alltaf skrefi á undan en ólseigir gestirnir neituðu að gefa tommu eftir og úr varð bráðskemmtilegur handboltaleikur. FH hafði einfaldlega fleiri ása á hendi og það var örlítip heilsteyptari liðsheild sem skilaði FH þessum góða sigri. Varnarleikur beggja liða var köflóttur, sérstaklega í fyrri hálfleik en bæði lið náðu þó ágætis köflum í bæði vörn og sókn. FH verðskuldaði sigurinn en það hefði líklega enginn getað kvartað mikið í þeirri herbúðum ef baráttuglaðir gestirnir hefðu krækt í eitt stig.Af hverju vann FH leikinn? FH vann leikinn vegna þess að leikmenn liðsins gerðu einfaldlega færri mistök en leikmenn Aftureldingar. Sóknarleikur FH var prýðilegur, þar sem afskaplega klókir leikmenn á borð við Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson tóku réttar ákvarðanir trekk í trekk. Ef FH nær svo upp frábærum varnarleik, er afar erfitt að eiga við liðið.Þessir stóðu upp úr:Áðurnefndir leikmenn FH stýrðu skútunni en einnig ber að minnast á Arnar Frey Ársælsson. Arnar skoraði mikilvæg mörk og er á góðri leið að verða einn af betri „stoppurum“ í deildinni. Birkir Fannar varði nokkra mikilvæga bolta en aldrei þessu vant, náði Ágúst Elí sér ekki á strik. Elvar Ásgeirsson var bestur Mosfellinga. Hætti aldrei að reyna og barðist til loka. Ernir Hrafn er alltaf seigur en markverðir liðsins þurfa að finna taktinn fyrir næsta leik.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn gekk ekki nógu vel hjá liðunum og í kjölfarið var markvarslan ekki á pari. FH náði aldrei alvöru áhlaupum til að hrista Aftureldingu af sér en Hafnfirðingar eru frægir fyrir að skora mikið á skömmum tíma og gera út um leiki. Afturelding þarf að ná Mikk Pinnonen aftur í gang en sá ágæti leikmaður hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í íslenska boltanum.Hvað gerist næst?Sannkallaður stórleikur bíður FH í næstu umferð en þá fara svarthvítir í heimsókn til Hauka að Ásvöllum. Ég skora á handboltaáhugafólk að missa ekki af þessum leik, sem verður rosalegur! Afturelding fær Stjörnuna í heimsókn og þarf sárlega að fara að bæta sinn heimavallarárangur, sem er mun slakari en margur heldur. Mikið býr í liðinu og Afturelding mun ná sér á strik fljótlega.Ásbjörn: Ekkert mál að gíra sig upp Hinn ólseigi leikstjórnandi FH, Ásbjörn Friðriksson, lék vel og skoraði sjö mörk. Það mátti greina létti yfir kappanum í leikslok. „Fyrsti heimaleikur í deild á móti góðu liði og við erum bara fegnir að ná að landa þessu í lokin. Mér fannst við alltaf skrefinu á undan en þeir eru með gott lið maður. Ernir og Elvar gerðu okkur sérstaklega erfitt fyrir.“ FH niðurlægði Fram í fyrstu umferðinni. Var ekkert mál að koma mönnum niður á jörðina eftir þann leik? „Nei, við vissum að við værum að fara að spila á móti hörkuliði. Það hefði kannski verið verra að mæta aftur liði þar sem þú átt að vera fyrirfram sterkari aðilinn. Það er ekkert mál að gíra sig upp á móti bestu liðunum en þurfum að halda áfram að spila vel gegn þeim liðum sem spáð er að við eigum að vinna.“ Ásbjörn er sammála blaðamanni að varnarleikurinn hafi verið köflóttur. „Við vorum að gera svolítið mikið af einstaklingsmistökum og ekki alveg að „synca“ saman. Það komu kaflar þar sem við vorum að vinna bolta og ná að nýta hraðann í liðinu. Það verður bara að horfa í það að við erum að skora 32 mörk gegn góðu varnarliði og við verðum að bera virðingu fyrir gaurunum sem við spilum gegn. Þeir skora 30 mörk á okkur í dag og það er ekki bara af því að við erum að spila lélega vörn, þeir eru bara að gera fullt af hlutum vel líka.“ Ási og félagar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en halda næst til Ásvalla og mæta Haukum. „Það eru allir leikir hörkuleikir í þessari deild og þú þarft að undirbúa þig vel í hverri einustu umferð. Það verður gaman að mæta Haukunum næst, það eru alltaf skemmtilegir leikir.“Einar Andri: Allir leikir erfiðir í þessari deild „Þetta er mikil bæting frá síðasta leik. Við spiluðum hörku handbolta í 60 mínútur og það er hnífjafnt á öllum tölum í leiknum, liðin skiptast á forystunni en þetta féll með þeim í lokin. Við gerðum aðeins fleiri mistök og því fór sem fór,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH. „Mér fannst varnarleikurinn ekki nógu góður. Við komumst ekki út í þá og vorum að fá mikið af skotum yfir haus og á mjöðmina. Þar liggur styrkleiki FH og við vorum bara of passífir að ráðast á þá. Við hefðum þurft að koma ofar á völlinn og klára þá. Við gerðum það þegar fór að líða á leikinn og mér fannst það svona aðeins betra en það var bara ekki nóg.“ Afturelding tapaði gegn ÍBV í fyrstu umferð og liðið er því án stiga. Einar Andri er ekkert að fara á taugum yfir þessari byrjun. „Við sáum leikjaprógramið fyrir mót og sáum að þetta yrði þungt. Það eru reyndar allir leikir erfiðir í þessari deild. Við tökum bara næsta leik og höldum áfram að bæta okkur. Við erum ennþá í september, þannig að það er nóg af leikjum framundan og tíminn vinnur með okkur.“ Olís-deild karla
Það var boðið upp á sannkallaðan háspennuleik í Kaplakrika í kvöld, þegar FH vann Aftureldingu 32-30 í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Staðan í hálfleik var 16-16. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH en Elvar Ásgeirsson var markahæstur Mosfellinga með átta mörk. FH hefur fjögur stig að loknum tveimur umferðum en Afturelding er án stiga. Leikurinn var hin besta skemmtun frá upphafi til enda. Heimamenn voru þó nánast alltaf skrefi á undan en ólseigir gestirnir neituðu að gefa tommu eftir og úr varð bráðskemmtilegur handboltaleikur. FH hafði einfaldlega fleiri ása á hendi og það var örlítip heilsteyptari liðsheild sem skilaði FH þessum góða sigri. Varnarleikur beggja liða var köflóttur, sérstaklega í fyrri hálfleik en bæði lið náðu þó ágætis köflum í bæði vörn og sókn. FH verðskuldaði sigurinn en það hefði líklega enginn getað kvartað mikið í þeirri herbúðum ef baráttuglaðir gestirnir hefðu krækt í eitt stig.Af hverju vann FH leikinn? FH vann leikinn vegna þess að leikmenn liðsins gerðu einfaldlega færri mistök en leikmenn Aftureldingar. Sóknarleikur FH var prýðilegur, þar sem afskaplega klókir leikmenn á borð við Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson tóku réttar ákvarðanir trekk í trekk. Ef FH nær svo upp frábærum varnarleik, er afar erfitt að eiga við liðið.Þessir stóðu upp úr:Áðurnefndir leikmenn FH stýrðu skútunni en einnig ber að minnast á Arnar Frey Ársælsson. Arnar skoraði mikilvæg mörk og er á góðri leið að verða einn af betri „stoppurum“ í deildinni. Birkir Fannar varði nokkra mikilvæga bolta en aldrei þessu vant, náði Ágúst Elí sér ekki á strik. Elvar Ásgeirsson var bestur Mosfellinga. Hætti aldrei að reyna og barðist til loka. Ernir Hrafn er alltaf seigur en markverðir liðsins þurfa að finna taktinn fyrir næsta leik.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn gekk ekki nógu vel hjá liðunum og í kjölfarið var markvarslan ekki á pari. FH náði aldrei alvöru áhlaupum til að hrista Aftureldingu af sér en Hafnfirðingar eru frægir fyrir að skora mikið á skömmum tíma og gera út um leiki. Afturelding þarf að ná Mikk Pinnonen aftur í gang en sá ágæti leikmaður hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í íslenska boltanum.Hvað gerist næst?Sannkallaður stórleikur bíður FH í næstu umferð en þá fara svarthvítir í heimsókn til Hauka að Ásvöllum. Ég skora á handboltaáhugafólk að missa ekki af þessum leik, sem verður rosalegur! Afturelding fær Stjörnuna í heimsókn og þarf sárlega að fara að bæta sinn heimavallarárangur, sem er mun slakari en margur heldur. Mikið býr í liðinu og Afturelding mun ná sér á strik fljótlega.Ásbjörn: Ekkert mál að gíra sig upp Hinn ólseigi leikstjórnandi FH, Ásbjörn Friðriksson, lék vel og skoraði sjö mörk. Það mátti greina létti yfir kappanum í leikslok. „Fyrsti heimaleikur í deild á móti góðu liði og við erum bara fegnir að ná að landa þessu í lokin. Mér fannst við alltaf skrefinu á undan en þeir eru með gott lið maður. Ernir og Elvar gerðu okkur sérstaklega erfitt fyrir.“ FH niðurlægði Fram í fyrstu umferðinni. Var ekkert mál að koma mönnum niður á jörðina eftir þann leik? „Nei, við vissum að við værum að fara að spila á móti hörkuliði. Það hefði kannski verið verra að mæta aftur liði þar sem þú átt að vera fyrirfram sterkari aðilinn. Það er ekkert mál að gíra sig upp á móti bestu liðunum en þurfum að halda áfram að spila vel gegn þeim liðum sem spáð er að við eigum að vinna.“ Ásbjörn er sammála blaðamanni að varnarleikurinn hafi verið köflóttur. „Við vorum að gera svolítið mikið af einstaklingsmistökum og ekki alveg að „synca“ saman. Það komu kaflar þar sem við vorum að vinna bolta og ná að nýta hraðann í liðinu. Það verður bara að horfa í það að við erum að skora 32 mörk gegn góðu varnarliði og við verðum að bera virðingu fyrir gaurunum sem við spilum gegn. Þeir skora 30 mörk á okkur í dag og það er ekki bara af því að við erum að spila lélega vörn, þeir eru bara að gera fullt af hlutum vel líka.“ Ási og félagar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en halda næst til Ásvalla og mæta Haukum. „Það eru allir leikir hörkuleikir í þessari deild og þú þarft að undirbúa þig vel í hverri einustu umferð. Það verður gaman að mæta Haukunum næst, það eru alltaf skemmtilegir leikir.“Einar Andri: Allir leikir erfiðir í þessari deild „Þetta er mikil bæting frá síðasta leik. Við spiluðum hörku handbolta í 60 mínútur og það er hnífjafnt á öllum tölum í leiknum, liðin skiptast á forystunni en þetta féll með þeim í lokin. Við gerðum aðeins fleiri mistök og því fór sem fór,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH. „Mér fannst varnarleikurinn ekki nógu góður. Við komumst ekki út í þá og vorum að fá mikið af skotum yfir haus og á mjöðmina. Þar liggur styrkleiki FH og við vorum bara of passífir að ráðast á þá. Við hefðum þurft að koma ofar á völlinn og klára þá. Við gerðum það þegar fór að líða á leikinn og mér fannst það svona aðeins betra en það var bara ekki nóg.“ Afturelding tapaði gegn ÍBV í fyrstu umferð og liðið er því án stiga. Einar Andri er ekkert að fara á taugum yfir þessari byrjun. „Við sáum leikjaprógramið fyrir mót og sáum að þetta yrði þungt. Það eru reyndar allir leikir erfiðir í þessari deild. Við tökum bara næsta leik og höldum áfram að bæta okkur. Við erum ennþá í september, þannig að það er nóg af leikjum framundan og tíminn vinnur með okkur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti