Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fjölnir 4-1 | Valsmenn Íslandsmeistarar Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2017 21:00 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Eyþór Valsmenn eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla en liðið vann mjög þægilegan sigur, 4-1, á Fjölni á Valsvellinum í kvöld og getur því ekkert lið náð þeim að stigum þegar tvær umferðir eru eftir.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir neðan. Tíu ár eru síðan að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar og loksins tókst Hlíðarendapiltum að endurheimta þann stóra. Valsmenn vel að titlinum komnir og langstöðugusta lið landsins. Mörk Valsmanna gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson. Marcus Solberg skoraði mark Fjölnismanna sem eru í mikilli fallhættu.Af hverju vann Valur? Liðið er einfaldlega besta lið á Íslandi og er réttilega Íslandsmeistari. Munurinn á milli Vals og Fjölnis er gríðarlega mikill og það sást svo sannarlega í kvöld.Þessir stóðu upp úr: Það er erfitt að taka einhverja leikmenn sérstaklega út þegar kemur að Valsliðinu. Þetta er svo gott lið og enginn stjarna í liði Íslandsmeistarana. Menn vinna allir saman að einu markmiði og það að krækja í þrjú stig. Sigurður Egill Lárusson átti mjög góðan leik og það sama má segja um Guðjón Pétur Lýðsson. Öll varnarlínan var eins og venju samkvæmt frábær.Hvað gekk illa? Fjölnismenn voru ekki tengdir sóknarlega og það gekk fátt upp hjá þeim á síðasta þriðjungnum. Það gekk ekkert rosalega mikið upp hjá liðinu varnarlega heldur og því áttu Grafarvogsbúar aldrei séns í kvöld.Hvað gerist næst?Það sem gerist næst er að Valsmenn fagna eflaust þessum titli, og það vel. Fjölnismenn eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu og mætir liðið FH í næsta leik og síðan KR. Erfiðar vikur framundan hjá Fjölnismönnum sem eru aðeins einu stigi frá fallsæti. Maður leiksins: Guðjón Pétur LýðssonEinkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór Ólafur: Ég er búinn að segja nóg, talaðu við strákana sem unnu þennan titil „Þetta er geggjuð tilfinning, algjörlega magnað,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, en hann gerði Val að Íslandsmeisturum í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Fjölni, en enn eru tvær umferðir eftir. Valsmenn hafa sýnt mestan stöðuleika í sumar og eiga titilinn skilið. „Við vorum frábærir í kvöld og það átti alltaf að klára þetta dæmi hér á heimavelli. Ég held að við séum bara með besta liðið á Íslandi.“ Ólafur var ekkert spenntur fyrir því að vera í viðtali og sagði því næst. „Núna átt þú að tala við strákana. Ég er búinn að segja nóg í sumar, þetta er mennirnir sem unnu mótið, talaðu við það,“ sagði hinn skemmtilegi Ólafur Jóhannesson og benti blaðamanni á leikmenn Vals.Bjarni hefur verið frábær með Val í sumarVísir/EyþórBjarni: Þessi titill er sætari „Persónulega er þessi titil sætari þó ég vilji ekkert fara nánar út í það,“ segir Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, sem varð Íslandsmeistari í kvöld með Val. Hann var í liðinu fyrir tíu árum sem varð Íslandsmeistari. Þá skoraði Bjarni Ólafur í lokaleiknum og hann skoraði aftur í kvöld. „Þetta er algjörlega frábært. Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við höfum verið að byggja þetta lið upp síðustu ár og höfum verið að uppskera.“ Bjarni segir að ekki sé hægt að benda á einhvern einn hlut af hverju liðið er meistari. „Þetta eru ótrúlega margir litlir hlutir sem þurfa að smella saman. Það er búið að vinna jafnt og þétt í þessu síðustu ár.“ Bjarni Ólafur á eitt ár eftir af samningi sínum við Valsmenn. „Ég stefni á að klára það ár.“Orri Sigurður Ómarsson fagnar einu marka Vals með félögum sínum í kvöld.Vísir/EyþórOrri: Vildum ekki leyfa öðrum liðum að vinna þetta fyrir okkur „Við ætluðum að koma út í kvöld og jarða þá og það gerðum við,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið á Íslandi og það sáu allir í kvöld. Við vildum alls ekki að hin liðin myndu vinna þetta fyrir okkur og vildum bara klára þetta sjálfur í kvöld.“ Orri segir að sigurinn í kvöld hafi verið sérstaklega sætur. „Við erum klárlega besta liðið á landinu en við erum ekkert hættir. Við ætlum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru og fara í fimmtíu stig. Það er miklu sætara að klára síðustu tvo heldur að fara gefa eitthvað eftir núna.“ Hann segir að varnarlínan í Val sem ótrúleg. „Þetta er algjör lúxus. Ef maður gerir einhver smá mistök þá er næsti maður mættur til að bakka mann upp.“Haukur Páll Sigurðsson stýrir hér sigursöng Valsmanna í leikslok.Vísir/Eyþór Haukur Páll: Kom til félagsins til að vinna titla „Mér líður æðislega, þetta er bara geggjað,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom í félagið til að vinna titla og það tók smá tíma. Þetta er bara frábært og æðislegt að vera loksins kominn með þann stóra.“ Haukur segir að þéttur og samheldinn hópur sé lykillinn af því að liðið sér Íslandsmeistari. „Við erum frábærir í vörn og mér finnst við líka frábærir sóknarlega þó að sumum finnist það ekki alltaf.“ Haukur var sérstaklega ánægður með stuðninginn á Valsvellinum í kvöld. „Þetta var svo gaman að spila í flóðljósum á rennisléttu grasinu og fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta gerist bara ekki betra.“Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla
Valsmenn eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla en liðið vann mjög þægilegan sigur, 4-1, á Fjölni á Valsvellinum í kvöld og getur því ekkert lið náð þeim að stigum þegar tvær umferðir eru eftir.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir neðan. Tíu ár eru síðan að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar og loksins tókst Hlíðarendapiltum að endurheimta þann stóra. Valsmenn vel að titlinum komnir og langstöðugusta lið landsins. Mörk Valsmanna gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson. Marcus Solberg skoraði mark Fjölnismanna sem eru í mikilli fallhættu.Af hverju vann Valur? Liðið er einfaldlega besta lið á Íslandi og er réttilega Íslandsmeistari. Munurinn á milli Vals og Fjölnis er gríðarlega mikill og það sást svo sannarlega í kvöld.Þessir stóðu upp úr: Það er erfitt að taka einhverja leikmenn sérstaklega út þegar kemur að Valsliðinu. Þetta er svo gott lið og enginn stjarna í liði Íslandsmeistarana. Menn vinna allir saman að einu markmiði og það að krækja í þrjú stig. Sigurður Egill Lárusson átti mjög góðan leik og það sama má segja um Guðjón Pétur Lýðsson. Öll varnarlínan var eins og venju samkvæmt frábær.Hvað gekk illa? Fjölnismenn voru ekki tengdir sóknarlega og það gekk fátt upp hjá þeim á síðasta þriðjungnum. Það gekk ekkert rosalega mikið upp hjá liðinu varnarlega heldur og því áttu Grafarvogsbúar aldrei séns í kvöld.Hvað gerist næst?Það sem gerist næst er að Valsmenn fagna eflaust þessum titli, og það vel. Fjölnismenn eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu og mætir liðið FH í næsta leik og síðan KR. Erfiðar vikur framundan hjá Fjölnismönnum sem eru aðeins einu stigi frá fallsæti. Maður leiksins: Guðjón Pétur LýðssonEinkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór Ólafur: Ég er búinn að segja nóg, talaðu við strákana sem unnu þennan titil „Þetta er geggjuð tilfinning, algjörlega magnað,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, en hann gerði Val að Íslandsmeisturum í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Fjölni, en enn eru tvær umferðir eftir. Valsmenn hafa sýnt mestan stöðuleika í sumar og eiga titilinn skilið. „Við vorum frábærir í kvöld og það átti alltaf að klára þetta dæmi hér á heimavelli. Ég held að við séum bara með besta liðið á Íslandi.“ Ólafur var ekkert spenntur fyrir því að vera í viðtali og sagði því næst. „Núna átt þú að tala við strákana. Ég er búinn að segja nóg í sumar, þetta er mennirnir sem unnu mótið, talaðu við það,“ sagði hinn skemmtilegi Ólafur Jóhannesson og benti blaðamanni á leikmenn Vals.Bjarni hefur verið frábær með Val í sumarVísir/EyþórBjarni: Þessi titill er sætari „Persónulega er þessi titil sætari þó ég vilji ekkert fara nánar út í það,“ segir Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, sem varð Íslandsmeistari í kvöld með Val. Hann var í liðinu fyrir tíu árum sem varð Íslandsmeistari. Þá skoraði Bjarni Ólafur í lokaleiknum og hann skoraði aftur í kvöld. „Þetta er algjörlega frábært. Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við höfum verið að byggja þetta lið upp síðustu ár og höfum verið að uppskera.“ Bjarni segir að ekki sé hægt að benda á einhvern einn hlut af hverju liðið er meistari. „Þetta eru ótrúlega margir litlir hlutir sem þurfa að smella saman. Það er búið að vinna jafnt og þétt í þessu síðustu ár.“ Bjarni Ólafur á eitt ár eftir af samningi sínum við Valsmenn. „Ég stefni á að klára það ár.“Orri Sigurður Ómarsson fagnar einu marka Vals með félögum sínum í kvöld.Vísir/EyþórOrri: Vildum ekki leyfa öðrum liðum að vinna þetta fyrir okkur „Við ætluðum að koma út í kvöld og jarða þá og það gerðum við,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið á Íslandi og það sáu allir í kvöld. Við vildum alls ekki að hin liðin myndu vinna þetta fyrir okkur og vildum bara klára þetta sjálfur í kvöld.“ Orri segir að sigurinn í kvöld hafi verið sérstaklega sætur. „Við erum klárlega besta liðið á landinu en við erum ekkert hættir. Við ætlum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru og fara í fimmtíu stig. Það er miklu sætara að klára síðustu tvo heldur að fara gefa eitthvað eftir núna.“ Hann segir að varnarlínan í Val sem ótrúleg. „Þetta er algjör lúxus. Ef maður gerir einhver smá mistök þá er næsti maður mættur til að bakka mann upp.“Haukur Páll Sigurðsson stýrir hér sigursöng Valsmanna í leikslok.Vísir/Eyþór Haukur Páll: Kom til félagsins til að vinna titla „Mér líður æðislega, þetta er bara geggjað,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom í félagið til að vinna titla og það tók smá tíma. Þetta er bara frábært og æðislegt að vera loksins kominn með þann stóra.“ Haukur segir að þéttur og samheldinn hópur sé lykillinn af því að liðið sér Íslandsmeistari. „Við erum frábærir í vörn og mér finnst við líka frábærir sóknarlega þó að sumum finnist það ekki alltaf.“ Haukur var sérstaklega ánægður með stuðninginn á Valsvellinum í kvöld. „Þetta var svo gaman að spila í flóðljósum á rennisléttu grasinu og fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta gerist bara ekki betra.“Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór