Hybrid-helgi hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 11:12 Toyota RAV4 og CR-V Hybrid. Framundan er stór helgi hjá Toyota sem sýnir á laugardag kl. 12-16 alla Hybridlínuna hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi, auk þess sem sýningin verður opin á sama tíma á sunnudag hjá Toyota Kauptúni og Akureyri. Vinsældir Hybridbíla fara vaxandi með hverju árinu enda eru þeir þekktir fyrir góða aksturseiginleika, sparneytni og snerpu og nú hafa yfir 10 milljón Hybridbíla frá Toyota og Lexus verið seldir. Á sýningunni verður hægt að gera góð kaup því sérstakt sýningartilboð verður á öllum Hybridbílum Toyota. Sýndar verða Hybridútfærslur af Yaris, Auris, C-HR og RAV4. Þá er ónefndur bíllinn sem hefur rutt brautina fyrir alla aðra Hybridbíla frá því hann var fyrst kynntur fyrir um 20 árum, hinn eini sanni Prius. Öllum Hybridbílum sem seldir verða á sýningunni fylgir Lenovo IdeaPad Yoga 520 að verðmæti 159.900 kr. Þetta er sannkölluð Hybrid-tölva því hana má bæði nota sem spjaldtölvu og venjulega fartölvu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Framundan er stór helgi hjá Toyota sem sýnir á laugardag kl. 12-16 alla Hybridlínuna hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi, auk þess sem sýningin verður opin á sama tíma á sunnudag hjá Toyota Kauptúni og Akureyri. Vinsældir Hybridbíla fara vaxandi með hverju árinu enda eru þeir þekktir fyrir góða aksturseiginleika, sparneytni og snerpu og nú hafa yfir 10 milljón Hybridbíla frá Toyota og Lexus verið seldir. Á sýningunni verður hægt að gera góð kaup því sérstakt sýningartilboð verður á öllum Hybridbílum Toyota. Sýndar verða Hybridútfærslur af Yaris, Auris, C-HR og RAV4. Þá er ónefndur bíllinn sem hefur rutt brautina fyrir alla aðra Hybridbíla frá því hann var fyrst kynntur fyrir um 20 árum, hinn eini sanni Prius. Öllum Hybridbílum sem seldir verða á sýningunni fylgir Lenovo IdeaPad Yoga 520 að verðmæti 159.900 kr. Þetta er sannkölluð Hybrid-tölva því hana má bæði nota sem spjaldtölvu og venjulega fartölvu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent