Gætu afhent ærubréf Hjalta Sigurjóns í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 10:21 Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, var einn þriggja sem taldi rétt að veita dæmdum kynferðisbrotamanni, þeim hlaut þyngst kynferðisbrotadóm sem fallið hefur hér á landi, uppreist æru. Vísir/Hari Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent