Gætu afhent ærubréf Hjalta Sigurjóns í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 10:21 Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, var einn þriggja sem taldi rétt að veita dæmdum kynferðisbrotamanni, þeim hlaut þyngst kynferðisbrotadóm sem fallið hefur hér á landi, uppreist æru. Vísir/Hari Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira