Sprenging í lestarkerfi London Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 09:47 Frá Parsons Green lestarstöðinni. Vísir/AFP Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira