Draumurinn að komast í úrslitaleik Meistaradeildar og vinna hann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira