Sófalýðræði María Bjarnadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Það er mikilvægt að almenningur veiti valdhöfum aðhald. Það þarf að mótmæla óréttlæti og kalla eftir breytingum þegar lög og reglur halda ekki í við samfélagið. Þetta eru algerir grundvallarþættir í lýðræðinu. Í nútímasamfélaginu gerum við þetta á netinu. Undirskriftalistarnir skipta máli þó að niðurstaðan verði ekki alltaf alveg eins og lagt var upp með. Það voru ekki margir sem buðu fram húsaskjól og flugmiðakaup í „Kæra Eygló“ undirskriftasöfnuninni um að hýsa sýrlenska flóttamenn á heimilum sínum. En þrýstingurinn af samstöðunni varð til þess að stjórnvöld settu aukið fjármagn í að taka á móti flóttamönnum í gegnum sameiginlegt alþjóðlegt kerfi. Þar sem það var fjármagnað með skattfé má jafnvel halda því fram að sjálfboðaliðarnir í sófanum hafi sannarlega fjármagnað flugmiðakaupin. Það sem er líka hægt í tölvunni heima hjá sér er að hafa áhrif á meðan á undirbúningi reglna stendur. Það er lýðræðisleg þátttaka sem er innbyggð í kerfið. Umsagnir til þingnefnda eru öllum opnar og leiðbeiningar á vefsíðu Alþingis og hvernig þær skuli settar fram. Hægt er að fá viðtöl við þingmenn án mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki að bíða eftir nýrri stjórnarskrá til þess að vera virk í lýðræðinu, til þess eru fjölmörg tæki nú þegar. Hvernig væri að nýta pólitísku ástríðuna á samfélagsmiðlum í formlega farvegi? Kommenta á þingmál, í stað stöðuuppfærslna. Deila tilkynningum um samráð, ekki upphrópunum. Nú liggur þingmálalisti ríkisstjórnarinnar á vef stjórnarráðsins. Alþingi deildi honum á Twitter. Eitthvað sem er hægt að læka þar? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Það er mikilvægt að almenningur veiti valdhöfum aðhald. Það þarf að mótmæla óréttlæti og kalla eftir breytingum þegar lög og reglur halda ekki í við samfélagið. Þetta eru algerir grundvallarþættir í lýðræðinu. Í nútímasamfélaginu gerum við þetta á netinu. Undirskriftalistarnir skipta máli þó að niðurstaðan verði ekki alltaf alveg eins og lagt var upp með. Það voru ekki margir sem buðu fram húsaskjól og flugmiðakaup í „Kæra Eygló“ undirskriftasöfnuninni um að hýsa sýrlenska flóttamenn á heimilum sínum. En þrýstingurinn af samstöðunni varð til þess að stjórnvöld settu aukið fjármagn í að taka á móti flóttamönnum í gegnum sameiginlegt alþjóðlegt kerfi. Þar sem það var fjármagnað með skattfé má jafnvel halda því fram að sjálfboðaliðarnir í sófanum hafi sannarlega fjármagnað flugmiðakaupin. Það sem er líka hægt í tölvunni heima hjá sér er að hafa áhrif á meðan á undirbúningi reglna stendur. Það er lýðræðisleg þátttaka sem er innbyggð í kerfið. Umsagnir til þingnefnda eru öllum opnar og leiðbeiningar á vefsíðu Alþingis og hvernig þær skuli settar fram. Hægt er að fá viðtöl við þingmenn án mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki að bíða eftir nýrri stjórnarskrá til þess að vera virk í lýðræðinu, til þess eru fjölmörg tæki nú þegar. Hvernig væri að nýta pólitísku ástríðuna á samfélagsmiðlum í formlega farvegi? Kommenta á þingmál, í stað stöðuuppfærslna. Deila tilkynningum um samráð, ekki upphrópunum. Nú liggur þingmálalisti ríkisstjórnarinnar á vef stjórnarráðsins. Alþingi deildi honum á Twitter. Eitthvað sem er hægt að læka þar? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun