Umfjöllun og viðtöl: Fram 26 - 43 FH | Slátrun í Safamýri Benedikt Grétarsson skrifar 14. september 2017 22:00 Vísir/Anton Deildarmeistarar FH fara heldur betur vel af stað í Olísdeild karla í handknattleik. FH sótti Fram heim í Safamýri í kvöld og vann stórsigur 43-26. Eins og lokatölurnar bera með sér var leikurinn afar ójafn en FH hafði náð 15 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 23-8. Ásbjörn Friðriksson skoraði 11 mörk fyrir FH en Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæstur í liði Fram með sex mörk. Það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið var mætt til leiks af fullum krafti. FH keyrði yfir skelfilega slaka Framara og fyrr en varði var munurinn orðinn tíu mörk, 14-4. Gestirnir bættu örlítið ofan á þessa forystu og voru í raun búnir að klára verkefnið að loknum 30 mínútna leik. Seinni hálfleikur var formsatriði en það má þó gefa báðum liðum hrós fyrir sina framgöngu. FH fær hrós fyrir að missa ekki leikinn í algjört bull, þrátt fyrir að liðið hafi vissulega misst einbeitinguna nokkrum stundum. Það verður að fyrirgefa, enda var staðan slík að erfitt er að halda fullum dampi allan tímann. Fram fær örlítið hrós fyrir að bíta frá sér í vonlausri stöðu. Davíð Stefán Reynisson og Lúðvík Thorberg Arnkelsson geta gegnið með þokkalega beint bak frá þessum leik en heilt yfir var frammistaðan fyrir neðan allar hellur.Af hverju vann FH leikinn? Nærtækasta skýringin er sú að FH er miklu betra handboltalið en Fram. Það útskýrir samt ekki algjört þrot Framara í þessum leik. Það er eitt að tapa en að láta niðurlægja sig án mótstöðu er algjörlega óásættanlegt. FH lítur mjög vel út en liðið verður þó ekki dæmt að fullu eftir þennan leik. Fram hefði sennilega ekki unnið meðalgott firmalið með slíkri frammistöðu.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið FH lék mjög vel og af góðum krafti nánast allan leikinn þrátt fyrir mikla yfirburði. Ágúst Elí var traustur í markinu, Ásbjörn stýrði leiknum vel, Ísak kemur sterkur til leiks og þannig mætti lengi telja. Einar Örn Sindrason sýndi fína takta þegar hann fékk sénsinn. Ég neita að tala um Fram í þessum lið fréttarinnar en vona svo sannarlega að menn finni neistann sem skilaði liðinu góðum úrslitum í fyrra.Hvað gekk illa? Það gekk illa að halda einbeitingu að horfa á þessa slátrun. Auvitað má segja að nákvæmlega allt hafi gengið illa hjá Fram. Vörnin var lengstum brandaraefni, markverðirnir vissulega ekki öfundsverðir en engu að síður alveg jafn slakir og allir hinir. FH labbar hins vegar frá þessum leik skellhlæjandi. Halldór Jóhann Sigfússon gat notað allan hópinn og menn taka með sér gott sjálfstraust eftir svona frammistöðu.Hvað gerist næst? FH bíður miklu erfiðari leikur, gegn vel mönnuðu liði Aftureldingar. Hafnfirðingar virka mjög þéttir og eru eldfljótir fram að refsa í hröðum upphlaupum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá skyttuna Ísak Rafnsson fá sénsinn í sókninni en Ísak átti mjög góðan leik í vörn og sókn. Fram mætir Stjörnunni á útivelli og ef leikmenn liðsins koma jafn flatir í þann leik, bíður ekkert nema önnur niðurlæging.Halldór Jóhann: Þeir brotnuðu í fyrri hálfleik Þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon þekkir hverja fjöl í Safamýri en fyrrum lærisveinar hans fengu þó enga miskunn þegar sterkt FH-lið Halldórs burstaði Fram 43-26 í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. „Við mættum af gríðarlegum krafti, komumst fljótlega í 5-1, svo í tíu marka forystu og vorum með 15 marka í hálfleik sem er ansi mikið. Vörn og markvarsla voru mjög sterk og við vorum að nýta okkur vel þau mistök sem þeir gerðu. Þeir brotnuðu svolítið niður og þetta skóp þessa 15 marka forystu í hálfleik.“ Oft reynist erfitt að halda einbeitingu þegar munurinn er orðinn svona mikill en sú var ekki raunin hjá FH í kvöld. „Það var mjög fínt að geta hreyft allt liðið og ég er gríðarlega sáttur við strákana. Ungir leikmenn fengu leiktíma og það safnast smá reynsla þar inn og það verður okkur dýrmætt þegar líður á tímabilið. Við erum búnir að vera í Evrópukeppni með tilheyrandi ferðalögum og það er bara mjög gott að geta gefið mönnum smá andrými.“ Þrátt fyrir söltun kvöldsins, eiga FH-ingar ennþá ungstirnið Gísla Þorgeir Kristjánsson inni en Gísli er enn að jafna sig eftir að hafa farið úr olnbogalið. Hver er staðan á hinum efnilega leikstjórnanda? „Gísli er byrjaður að stíga inn á æfingar en á svolítið langt í skot og með hendina á sér. Þetta er allt á góðri leið samt og við verðum bara að taka viku fyrir viku núna og sjá hvernig þetta þróast hjá honum. Svo er Jóhann Birgir Ingvarsson einhverjar 3-4 vikur frá því að koma aftur í liðið og þessir menn munu klárlega auka breiddina hjá okkur,“ sagði afar sáttur Halldór Jóhann Sigfússon að lokum.Guðmundur Helgi: Ég tek þetta á mig „Það er í raun ekki hægt að segja nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram sem mátti horfa upp á algjöra niðurlægingu sinna manna í 17 marka tapinu gegn FH. „Við mættum í raun ekki til leiks. Ég tek þetta bara á mig. Menn eru eitthvað yfirspenntir og það er enginn með lífsmarki í fyrri hálfleik og þar með er leikurinn farinn. Það var eitthvað smá lífsmark í seinni hálfleik sem hægt er að byggja á. Þetta var samt það lélegasta sem ég hef sérð í sögu liðsins.“ Guðmundur var sammála blaðamanni að sá neisti sem Fram sýndi svo oft í fyrra, hafi aldrei verið til staðar í leiknum. „Það er akkúrat það sem við erum að reyna að ná fram, þessi neisti. Það kemur hjá okkur, ég hef engar áhyggjur af því. Ég er með fínt lið í höndunum sem getur miklu meira en þetta, það vita það allir. Þetta var samt bara til skammar í einu orði sagt.“ Fram mætir Stjörnunni á mánudaginn og því er stutt í næsta leik. „Sem betur fer.“ Svo mörg voru þau orð frá daufum þjálfara Fram. Olís-deild karla
Deildarmeistarar FH fara heldur betur vel af stað í Olísdeild karla í handknattleik. FH sótti Fram heim í Safamýri í kvöld og vann stórsigur 43-26. Eins og lokatölurnar bera með sér var leikurinn afar ójafn en FH hafði náð 15 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 23-8. Ásbjörn Friðriksson skoraði 11 mörk fyrir FH en Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæstur í liði Fram með sex mörk. Það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið var mætt til leiks af fullum krafti. FH keyrði yfir skelfilega slaka Framara og fyrr en varði var munurinn orðinn tíu mörk, 14-4. Gestirnir bættu örlítið ofan á þessa forystu og voru í raun búnir að klára verkefnið að loknum 30 mínútna leik. Seinni hálfleikur var formsatriði en það má þó gefa báðum liðum hrós fyrir sina framgöngu. FH fær hrós fyrir að missa ekki leikinn í algjört bull, þrátt fyrir að liðið hafi vissulega misst einbeitinguna nokkrum stundum. Það verður að fyrirgefa, enda var staðan slík að erfitt er að halda fullum dampi allan tímann. Fram fær örlítið hrós fyrir að bíta frá sér í vonlausri stöðu. Davíð Stefán Reynisson og Lúðvík Thorberg Arnkelsson geta gegnið með þokkalega beint bak frá þessum leik en heilt yfir var frammistaðan fyrir neðan allar hellur.Af hverju vann FH leikinn? Nærtækasta skýringin er sú að FH er miklu betra handboltalið en Fram. Það útskýrir samt ekki algjört þrot Framara í þessum leik. Það er eitt að tapa en að láta niðurlægja sig án mótstöðu er algjörlega óásættanlegt. FH lítur mjög vel út en liðið verður þó ekki dæmt að fullu eftir þennan leik. Fram hefði sennilega ekki unnið meðalgott firmalið með slíkri frammistöðu.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið FH lék mjög vel og af góðum krafti nánast allan leikinn þrátt fyrir mikla yfirburði. Ágúst Elí var traustur í markinu, Ásbjörn stýrði leiknum vel, Ísak kemur sterkur til leiks og þannig mætti lengi telja. Einar Örn Sindrason sýndi fína takta þegar hann fékk sénsinn. Ég neita að tala um Fram í þessum lið fréttarinnar en vona svo sannarlega að menn finni neistann sem skilaði liðinu góðum úrslitum í fyrra.Hvað gekk illa? Það gekk illa að halda einbeitingu að horfa á þessa slátrun. Auvitað má segja að nákvæmlega allt hafi gengið illa hjá Fram. Vörnin var lengstum brandaraefni, markverðirnir vissulega ekki öfundsverðir en engu að síður alveg jafn slakir og allir hinir. FH labbar hins vegar frá þessum leik skellhlæjandi. Halldór Jóhann Sigfússon gat notað allan hópinn og menn taka með sér gott sjálfstraust eftir svona frammistöðu.Hvað gerist næst? FH bíður miklu erfiðari leikur, gegn vel mönnuðu liði Aftureldingar. Hafnfirðingar virka mjög þéttir og eru eldfljótir fram að refsa í hröðum upphlaupum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá skyttuna Ísak Rafnsson fá sénsinn í sókninni en Ísak átti mjög góðan leik í vörn og sókn. Fram mætir Stjörnunni á útivelli og ef leikmenn liðsins koma jafn flatir í þann leik, bíður ekkert nema önnur niðurlæging.Halldór Jóhann: Þeir brotnuðu í fyrri hálfleik Þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon þekkir hverja fjöl í Safamýri en fyrrum lærisveinar hans fengu þó enga miskunn þegar sterkt FH-lið Halldórs burstaði Fram 43-26 í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. „Við mættum af gríðarlegum krafti, komumst fljótlega í 5-1, svo í tíu marka forystu og vorum með 15 marka í hálfleik sem er ansi mikið. Vörn og markvarsla voru mjög sterk og við vorum að nýta okkur vel þau mistök sem þeir gerðu. Þeir brotnuðu svolítið niður og þetta skóp þessa 15 marka forystu í hálfleik.“ Oft reynist erfitt að halda einbeitingu þegar munurinn er orðinn svona mikill en sú var ekki raunin hjá FH í kvöld. „Það var mjög fínt að geta hreyft allt liðið og ég er gríðarlega sáttur við strákana. Ungir leikmenn fengu leiktíma og það safnast smá reynsla þar inn og það verður okkur dýrmætt þegar líður á tímabilið. Við erum búnir að vera í Evrópukeppni með tilheyrandi ferðalögum og það er bara mjög gott að geta gefið mönnum smá andrými.“ Þrátt fyrir söltun kvöldsins, eiga FH-ingar ennþá ungstirnið Gísla Þorgeir Kristjánsson inni en Gísli er enn að jafna sig eftir að hafa farið úr olnbogalið. Hver er staðan á hinum efnilega leikstjórnanda? „Gísli er byrjaður að stíga inn á æfingar en á svolítið langt í skot og með hendina á sér. Þetta er allt á góðri leið samt og við verðum bara að taka viku fyrir viku núna og sjá hvernig þetta þróast hjá honum. Svo er Jóhann Birgir Ingvarsson einhverjar 3-4 vikur frá því að koma aftur í liðið og þessir menn munu klárlega auka breiddina hjá okkur,“ sagði afar sáttur Halldór Jóhann Sigfússon að lokum.Guðmundur Helgi: Ég tek þetta á mig „Það er í raun ekki hægt að segja nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram sem mátti horfa upp á algjöra niðurlægingu sinna manna í 17 marka tapinu gegn FH. „Við mættum í raun ekki til leiks. Ég tek þetta bara á mig. Menn eru eitthvað yfirspenntir og það er enginn með lífsmarki í fyrri hálfleik og þar með er leikurinn farinn. Það var eitthvað smá lífsmark í seinni hálfleik sem hægt er að byggja á. Þetta var samt það lélegasta sem ég hef sérð í sögu liðsins.“ Guðmundur var sammála blaðamanni að sá neisti sem Fram sýndi svo oft í fyrra, hafi aldrei verið til staðar í leiknum. „Það er akkúrat það sem við erum að reyna að ná fram, þessi neisti. Það kemur hjá okkur, ég hef engar áhyggjur af því. Ég er með fínt lið í höndunum sem getur miklu meira en þetta, það vita það allir. Þetta var samt bara til skammar í einu orði sagt.“ Fram mætir Stjörnunni á mánudaginn og því er stutt í næsta leik. „Sem betur fer.“ Svo mörg voru þau orð frá daufum þjálfara Fram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti