Stefnuræða Juncker: Nú er gluggi til að ráðast í umbætur Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 10:38 Jean Claude Juncker lagði til að skapað yrði embætti "fjármálaráðherra“ sambandsins. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Evrópusambandið Króatía Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira