Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2017 06:00 Múslimar í pakistönsku borginni Karachi stóðu með Rohingjum um helgina og mótmæltu meintu aðgerðarleysi Suu Kyi. Á plakati sem hér má sjá var Suu Kyi sagt að skammast sín. vísir/afp Árið 1991 hlaut Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, friðarverðlaun Nóbels. Hún hafði ári áður leitt flokk sinn í þingkosningum og fengið 58,7 prósent greiddra atkvæða. Herforingjastjórn landsins, sem hafði boðað til kosninganna, leist hins vegar ekki á Suu Kyi. Stjórnin ógilti því kosningarnar og hélt völdum. Í kjölfarið var Suu Kyi sett í stofufangelsi á heimili sínu í borginni Rangoon. Á meðan hún var í stofufangelsi hlaut hún bæði Sakharov-verðlaunin, líkt og Nelson Mandela hafði áður gert og Malala Yousafzai og Kofi Annan hafa gert síðan, og svo fyrrnefnd friðarverðlaun Nóbels. Árið 2015 vann flokkur Suu Kyi öruggan meirihluta í þingkosningum Mjanmar og í þetta skipti voru niðurstöður kosninganna virtar. Tók Suu Kyi árið 2016 við hlutverki svokallaðs ríkisráðgjafa og er því nú eins konar forsætisráðherra Mjanmar. Árið 2017, nánar tiltekið á mánudag, sagði Zeid Raad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, að fram fari þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði Mjanmar. Þar séu meðlimir þjóðflokksins Rohingja teknir af lífi án dóms og laga. „Við höfum fengið fjölmargar fregnir og séð gervihnattaljósmyndir af öryggissveitum og almenningi að brenna bæi Rohingja og drepa Rohingja án dóms og laga, meðal annars eru almennir borgarar á flótta skotnir til bana,“ sagði Al Hussein í gær og bætti við: „Ég kalla eftir því að ríkisstjórnin bindi enda á grimmilegar hernaðaraðgerðir sínar í héraðinu, axli ábyrgð á öllum brotum sem kunna að hafa verið framin og hætti alvarlegri mismunun sinni í garð Rohingja.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 370.000 Rohingjar flúið til Bangladess frá því að átök blossuðu upp í Rakhine í síðasta mánuði. Átökin brutust út þegar Rohingja-skæruliðar réðust á lögreglustöð í norðurhluta Rakhine og drápu tólf starfsmenn. BBC greinir frá því að Rohingjar í Bangladess segi mjanmarska herinn hafa brugðist við af ofsa, brennt bæi Rohingja og ráðist á almenna borgara til þess að flæma þá úr landi. Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988. BBC fjallaði um ofsóknir í garð Rohingja árið 2009 þar sem meðal annars kemur fram að Rohingjar fái ekki ríkisborgararétt, þeir megi margir hverjir ekki eiga land, hafi ekki ferðafrelsi og séu þvingaðir til þess að vinna fyrir ríkið. Forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina Wazed, heimsótti flóttamannabúðir Rohingja í gær og hvatti yfirvöld í Mjanmar til að láta mannúðarsjónarmið ráða för, saklaust fólk væri þarna að þjást. „Þetta fólk, saklausa fólk, börn, konur, er að þjást. Þetta fólk á heima í Mjanmar. Í hundruð ára hefur þetta fólk búið þar. Hvernig geta yfirvöld í Mjanmar neitað því um ríkisborgararétt?“ spurði Hasina. Öllu svartari frásögn birtist á Al Jazeera árið 2015, stuttu áður en flokkur Suu Kyi sigraði í þingkosningum. Segir þar að rannsóknarteymi Al Jazeera hafi fundið sterkar vísbendingar um þjóðarmorð. Ríkisstjórnin æsi upp almenning í því skyni að Mjanmarar drepi sem flesta Rohingja. Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Suu Kyi að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gert slíkt hið sama og það hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, einnig gert. Suu Kyi hefur hins vegar haldið því fram að „risavaxinn ísjaki rangra upplýsinga“ valdi því að heimsbyggðin misskilji ástandið. Í samtali við Erdogan í september sagði Suu Kyi, samkvæmt Al Jazeera, að ríkisstjórnin gengi úr skugga um að allir í Mjanmar fengju að njóta mannréttinda sinna og ríkisstjórnin gerði allt sem hún gæti til að vernda þegna sína. Að öðru leyti hefur Suu Kyi ekki mikið tjáð sig um málið. Þögn Suu Kyi er afar umdeild og hafa áhrifamiklir einstaklingar og fjölmiðlar gert hana að umfjöllunarefni. Fyrrnefndur Tutu fordæmdi þögn Suu Kyi til að mynda á föstudag og hvatti hana til að vera „hugrakka á ný“. Í frétt Guardian segir að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Blaðamaður Washington Post fer sömuleiðis ófögrum orðum um Suu Kyi í grein sinni: „Skammarleg þögn Suu Kyi: Arfleifð í molum“. „Þegar kemur að Rohingjum hefur Suu Kyi sýnt lítinn áhuga á því að koma á friði,“ skrifar blaðamaðurinn um Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nóbels. Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Árið 1991 hlaut Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, friðarverðlaun Nóbels. Hún hafði ári áður leitt flokk sinn í þingkosningum og fengið 58,7 prósent greiddra atkvæða. Herforingjastjórn landsins, sem hafði boðað til kosninganna, leist hins vegar ekki á Suu Kyi. Stjórnin ógilti því kosningarnar og hélt völdum. Í kjölfarið var Suu Kyi sett í stofufangelsi á heimili sínu í borginni Rangoon. Á meðan hún var í stofufangelsi hlaut hún bæði Sakharov-verðlaunin, líkt og Nelson Mandela hafði áður gert og Malala Yousafzai og Kofi Annan hafa gert síðan, og svo fyrrnefnd friðarverðlaun Nóbels. Árið 2015 vann flokkur Suu Kyi öruggan meirihluta í þingkosningum Mjanmar og í þetta skipti voru niðurstöður kosninganna virtar. Tók Suu Kyi árið 2016 við hlutverki svokallaðs ríkisráðgjafa og er því nú eins konar forsætisráðherra Mjanmar. Árið 2017, nánar tiltekið á mánudag, sagði Zeid Raad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, að fram fari þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði Mjanmar. Þar séu meðlimir þjóðflokksins Rohingja teknir af lífi án dóms og laga. „Við höfum fengið fjölmargar fregnir og séð gervihnattaljósmyndir af öryggissveitum og almenningi að brenna bæi Rohingja og drepa Rohingja án dóms og laga, meðal annars eru almennir borgarar á flótta skotnir til bana,“ sagði Al Hussein í gær og bætti við: „Ég kalla eftir því að ríkisstjórnin bindi enda á grimmilegar hernaðaraðgerðir sínar í héraðinu, axli ábyrgð á öllum brotum sem kunna að hafa verið framin og hætti alvarlegri mismunun sinni í garð Rohingja.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 370.000 Rohingjar flúið til Bangladess frá því að átök blossuðu upp í Rakhine í síðasta mánuði. Átökin brutust út þegar Rohingja-skæruliðar réðust á lögreglustöð í norðurhluta Rakhine og drápu tólf starfsmenn. BBC greinir frá því að Rohingjar í Bangladess segi mjanmarska herinn hafa brugðist við af ofsa, brennt bæi Rohingja og ráðist á almenna borgara til þess að flæma þá úr landi. Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988. BBC fjallaði um ofsóknir í garð Rohingja árið 2009 þar sem meðal annars kemur fram að Rohingjar fái ekki ríkisborgararétt, þeir megi margir hverjir ekki eiga land, hafi ekki ferðafrelsi og séu þvingaðir til þess að vinna fyrir ríkið. Forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina Wazed, heimsótti flóttamannabúðir Rohingja í gær og hvatti yfirvöld í Mjanmar til að láta mannúðarsjónarmið ráða för, saklaust fólk væri þarna að þjást. „Þetta fólk, saklausa fólk, börn, konur, er að þjást. Þetta fólk á heima í Mjanmar. Í hundruð ára hefur þetta fólk búið þar. Hvernig geta yfirvöld í Mjanmar neitað því um ríkisborgararétt?“ spurði Hasina. Öllu svartari frásögn birtist á Al Jazeera árið 2015, stuttu áður en flokkur Suu Kyi sigraði í þingkosningum. Segir þar að rannsóknarteymi Al Jazeera hafi fundið sterkar vísbendingar um þjóðarmorð. Ríkisstjórnin æsi upp almenning í því skyni að Mjanmarar drepi sem flesta Rohingja. Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Suu Kyi að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gert slíkt hið sama og það hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, einnig gert. Suu Kyi hefur hins vegar haldið því fram að „risavaxinn ísjaki rangra upplýsinga“ valdi því að heimsbyggðin misskilji ástandið. Í samtali við Erdogan í september sagði Suu Kyi, samkvæmt Al Jazeera, að ríkisstjórnin gengi úr skugga um að allir í Mjanmar fengju að njóta mannréttinda sinna og ríkisstjórnin gerði allt sem hún gæti til að vernda þegna sína. Að öðru leyti hefur Suu Kyi ekki mikið tjáð sig um málið. Þögn Suu Kyi er afar umdeild og hafa áhrifamiklir einstaklingar og fjölmiðlar gert hana að umfjöllunarefni. Fyrrnefndur Tutu fordæmdi þögn Suu Kyi til að mynda á föstudag og hvatti hana til að vera „hugrakka á ný“. Í frétt Guardian segir að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Blaðamaður Washington Post fer sömuleiðis ófögrum orðum um Suu Kyi í grein sinni: „Skammarleg þögn Suu Kyi: Arfleifð í molum“. „Þegar kemur að Rohingjum hefur Suu Kyi sýnt lítinn áhuga á því að koma á friði,“ skrifar blaðamaðurinn um Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nóbels.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira