Valdimar Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Í tilkynningu frá skólanum segir að Valdimar hafi kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og kennt á öllum stigum náms, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja.
„Hann var nýlega skipaður forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði.
Rannsóknir Valdimars hafa beinst að neytendahegðun á netinu og í verslunarumhverfi. Hann hefur birt um 30 fræðigreinar í fræðiritum og bókarköflum auk fjölda greina í ráðstefnuritum. Hann situr í ritstjórn The Psychological Record, hefur ritrýnt fyrir mörg erlend vísindarit og fengið fjölda rannsóknarstyrkja frá samkeppnissjóðum og fyrirtækjum.
Valdimar lauk doktorsprófi í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá viðskiptadeild Cardiff háskóla í Bretlandi árið 2008. Árið 2005 lauk hann MSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og Aarhus University og BA gráðu í sálfræði, með viðskiptafræði sem aukagrein, frá HÍ árið 2003,“ segir í tilkynningunni.
Valdimar nýr prófessor við viðskiptadeild HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent


Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent


Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent


Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár
Viðskipti innlent