Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2017 23:38 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega ekkert sérstaklega sáttur með nýjustu ályktun öryggisráðsins gegn sér. vísir/epa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10
Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11